Öll sem eitt

Á skólaárinu 2018-2019 verður tekin í notkun ný skólamenningaráætlun, Öll sem eitt, í Álfhólsskóla. Áætlunin var tekin saman af Sigrúnu Erlu Ólafsdóttur með aðstoð Önnu Pálu Gísladóttur og Elísarbetar Jónsdóttur. Skólamenningaráætlun tekur til alls skólasamfélagsins. Hún birtist og kemur fram í öllum hliðum skólastarfsins. Í grunninn snýst hún um það að við sem lærdómssamfélag erum öll að vinna að sameiginlegum markmiðum – Öll sem eitt. Skólamenningaráætlun er leiðarvísir um leiðir til þess að ná þessum sameiginlegu markmiðum.  Í viðauka hennar má svo m.a. finna viðbragðsáætlun vegna óviðunandi hegðunar og/eða brotum á skólareglum, aðgerðaráætlun um ofbeldi o.fl. Skólamenningaráætlun og viðauka hennar má lesa hér í heild sinni

 

 

Posted in Fréttir.