Nýjustu fréttir
Gleðileg jól
Jólafrí nemenda hefst á hádegi miðvikudaginn 20. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrám miðvikudaginn 3. janúar. Starfsfólk Álfhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Jólalestrarbingó Álfhólsskóla
Í dag voru dregnir út vinningshafar í Jólalestrarbingói yngsta og miðstigs. Á yngsta stigi tóku 109 nemendur þátt á og var það Hilmar Kári Bjarkarson í 2.bekk sem vann til bókarverðlauna. Á miðstigi tóku 41 nemendur þátt og var það […]
Jólahlaðborð Álfhólsskóla
Mikil hátíðarstund átti sér stað í vikunni sem leið er hið árlega jólahlaðborð Álfhólsskóla fór fram. Líkt og venjulega var öllum nemendum boðið í mat en yngsta- og miðstigið snæddu jólamat miðvikudaginn 13.desember en unglingastigið fimmtudaginn 14.desember. Starfsfólk eldhúsanna í Digranesi […]
Kærleikskaffihús Álfhólsskóla
Dagana 5. – 8. desember er Kærleikskaffihús hjá okkur í Álfhólsskóla á sal skólans í Hjalla. Á kærleikskaffihúsi hittast vinabekkirnir/árgangar, borða saman vöfflur með sultu og rjóma og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Jólatónlist ómar um salinn, vöfflulykt í loftinu og […]
Slökkvuliðið í heimsókn
Starfsmenn slökkviliðsins heimsóttu 3. bekk í dag og sýndu krökkunum sjúkrabíl og slökkviliðsbíl. Þetta fannst þeim mjög spennandi og kæmi okkur ekki á óvart ef einhverjir leggðu þetta starf fyrir sig í framtíðinni.
Jólaföndur og aðventufjör Foreldrafélags Álfhólsskóla
Árlegt jólaföndur og aðventufjör Foreldrafélags Álfhólsskóla verður haldið laugardaginn 25. nóvember kl. 11 – 14 í hátíðarsalnum Hjallamegin.