Nýjustu fréttir

Fjárhúsafjarfundur í 7.bekk
Einn umsjónarkennarinn í 7.bekk býr uppi í Kjós og er með kindur. Í gær vildi þannig til að það var ein kind að bera þegar fjarfundur var að byrja í 7.bekk. Kennarinn nýtti sér tækifærið og hélt fjarfundi í fjárhúsinu, fjárhúsafjarfund, […]

Minecraft í 5.bekk
Nemendur í 5.bekk unnu Minecraft verkefni í Book Creator. Verkefnið teygði sig heim og út í frímínútur þar sem sumir léku sér í hlutverkaleik með Minecraft þema í góða veðrinu. Hér má skoða nokkrar bækur frá nemendum. Minecraft saga Minecraft persónan […]

Netskákmótin halda áfram
Það hefur verið frábær þátttaka á netskákmótunum upp á síðkastið. Í þessari viku verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin og fá verðlaunahafar gjafabréf frá Ísbúð Vesturbæjar ásamt viðurkenningarskjali og verða verðlaun afhent í skóla viðkomandi nemanda.Hér eru skrefin sem þarf […]

Netskákmót
Kópavogsbær heldur áfram með netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á fimmtudögum kl. 16:30 og laugardögum kl. 11:00 út apríl. Við hvetjum ykkur til að benda ykkar börnum á að taka þátt á skákmótunum. Nú eru um 100 börn skráð í […]

Gleðilega páska
Í dag er síðasti dagurinn fyrir páskafrí. Við óskum öllum nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegra páska og hamingjuríkra stunda. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 14.apríl og stefnum við á að hún verði með sama sniði og hún hefur verið síðustu daga, […]

Foreldrahlutverkið á tímum COVID-19
Landlæknisembættið hefur tekið saman góð ráð til foreldra á þessum óvissutímum, sjá á meðfylgjandi vefslóð hér að neðan. Foreldrahlutverkid á tímum COVID-19