Nýjustu fréttir

Skipulagsdagur 2.nóvember
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. […]

Netskákmót
Ágætu foreldrar, Kópavogsbær ætlar að vera með skáknetmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri alla laugardaga klukkan 11:00 frá 17. október til 12.desember. Við hvetjum ykkur til að benda ykkar börnum á að taka þátt á skákmótunum. Hér eru skrefin sem […]

Bleikur dagur 16.október
Föstudaginn 16.október er bleiki dagurinn og hvetjum við nemendur og starfsmenn til þess að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.

Samráðsdagur
Samráðsviðtölin miðvikudaginn 21. október verða með öðrum hætti en við eigum að venjast, en að þessu sinni verða fjarviðtöl í gegnum Google Meet. Opnað hefur verið fyrir skráningu í viðtöl á Mentor en foreldrar/forráðamenn hafa fengið nánari leiðbeiningar sendar í tölvupósti. […]

Uppfæra upplýsingar á Mentor
Kæru foreldrar/forráðmenn Að gefnu tilefni viljum við ítreka mikilvægi þess að þið yfirfarið vel og uppfærið eftir þörfum upplýsingar á Mentor, þ.e. tölvupóstföng, símanúmer og heimilisföng. Það getur skipt sköpum á tímum sem þessum að allar upplýsingar séu réttar.

9. október
Eins og fram hefur komið í tölvupósti til foreldra verður kennsla samkvæmt stundaskrá á yngsta- og unglingastigi á morgun, föstudaginn 9. október. Stefnt er á að kennsla hefjist samkvæmt stundaskrá á miðstig almennt í næstu viku.