Nýjustu fréttir

Sigurvegarar í söngvakeppni ÍTK
Söngvakeppni ÍTK fór fram í Salnum Kópavogi 19. janúar síðastliðinn. Bergrós Halla Gunnarsóttir og Karel Candi voru sigurvegarar kvöldsins. Þau eru í 10. bekk Álfhólsskóla . Um er að ræða keppni milli félagsmiðstöðva í Kópavogi, sem haldin er árlega.

Þjóðlegur dagur í Álfhólsskóla
Í tilefni bóndadagsins var þjóðlegur dagur í Álfhólsskóla í dag. Mættu þeir sem gátu í lopapeysum og var yfirbragð skólans á þjóðlegum nótum. Við karlarnir fengum hlaðborð frá konunum og þökkum við þeim kærlega fyrir. Teknar voru myndir sem sýna stemmningu dagsins.

Tækifæri fyrir söngglaða miðstigsnemendur.
Hverjir vilja taka þátt í stofnun Kórs/sönghóps Álfhólsskóla á miðstigi (5. – 7. bekkur)? Stefnt verður á kóralandsmót á Selfossi 8. – 10. apríl og söng á vorskemmtun skólans. Æfing yrði einu sinni í viku en æfingadagur og tími verður ákveðinn […]

Með Loga í beinni
Barnakór Álfhólsskóla tók þátt á skemmtilegu verkefni á jólaönninni. Kórsöngvurum í 4. bekk bauðst að taka þátt „Með Loga í beinni“ í jólasöng með þeim skemmtilegum köppum Hemma og Dengsa og við undirleik hinnar stórskemmtilegu hljómsveit Sniglabandinu.

Tilnefning til Norrænu barnabókaverðlaunanna
Í gær fór fram tilnefning til Norrænu barnabókaverðlaunanna í Álfhólsskóla. Bókin Bókasafn ömmu Huldar eftir Þórarin Leifsson var valin framlag Íslands þetta árið. Allir nemendur í fimmta bekk komu að dagskránni, sungu, kváðu eina stemmu og nokkrir lásu kafla úr bókinni. […]
Hugmyndabanki bekkjarfulltrúa
Bekkjarstarfið Í Handbók foreldrafélaga grunnskóla er kynnt hvernig setja má upp bekkjardagskrá fyrir veturinn. Inn á dagskrána eru settir viðburðir sem bekkjarfulltrúar hafa umsjón með, viðburðir á vegum foreldrafélagsins o.fl. Sjá nánar hér á bls. 30. Hugmyndir að viðburðum: Í skólanum Utan […]