Nýjustu fréttir

Fréttabréf
FRÉTTABRÉF FORELDRAFÉLAGSINS 2. fréttabréf skólaársins er komið út með fréttum af viðburðum og hvað framundan er til vors. Það hefur verið sent til allra foreldra í gegnum Mentor og má einnig nálgast hér

Gleðilega páska
Skólastjórnendur í Álfhólsskóla senda öllum nemendum, starfsmönnum skólans og fjölskyldum þeirra bestu óskir um ánægjulegt páskaleyfi. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. apríl. Bestu kveðjurSkólastjórnendur Álfhólsskóla

Bókasafnsdagurinn 14. apríl
Í ár var ákveðið að hvetja alla til frekari bóklesturs og halda bókasafnsdag. Hann verður haldinn hátíðlegur 14. apríl á öllum bókasöfnum landsins, jafnt Háskóla-bókasafni – Landsbókasafni sem skólasöfnum grunnskólanna. Slagorð dagsins er Bókasafn – heilsulind hugans. Hvernig væri nú að […]
Rithöfundarnir Þórarinn og Sigrún Eldjárn í heimsókn
Nemendur á miðstigi hófu vikuna á menningarveislu þegar rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn komu í heimsókn. Nemendur 5. bekkja sungu lagið „Álfar“ eftir Magnús Sigmundsson og kváðu síðan stemmuna „Úti um nótt“ eftir Þórarin Eldjárn fyrir okkur og gesti skólans.

Landnámssýning 5. bekkjar
Að vanda héldu 5. bekkirnir landnámshátíð í skólanum. Nemendur leiklistarhóps og tónlistarhóps hófu sína raust með leiksýningu og tónlistarflutningi. Aðrir hópar sýndu verk sín sem voru landnámsspil, rúnastafir úr leir, búningar o.fl. Heimilisfræðihópur bauð uppá lummur sem þóttu með afbrigðum góðar. […]

Álfhólsskóli í öðru sætinu
Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram um helgina. Að loknum fyrri keppnisdegi voru heimamenn í a-sveit Rimaskóla með nauma forystu á Álfhólsskóla – áður Hjallaskóla og Digranesskóla, og báru þessar sveitir af öðrum sveitum. Sveitirnar höfðu mæst í 5. umferð og […]