Heilsurækt Foreldrafélagsins

Eins og mörg undanfalkamsrkt1rin ár stendur Foreldrafélagið fyrir heilsurækt í Íþróttahúsinu Digranesi.
Heilsuræktin hefst miðvikudaginn 31. ágúst.

Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:00 – 20:00 og laugardögum kl. 10:00 – 11:00.

Foreldrar, kennarar og aðrir áhugasamir stunda leikfimi undir stjórn Láru Sveinsdóttur og Eyju Guðrúnar Sigurjónsdóttur íþróttakennara. Lögð er áhersla á þolfimi, palla, þrek- og teygjuæfingar.
Verð aðeins 10.000 kr. fyrir haustönnina sem stendur fram til jóla. Skráning á staðnum.
Við hvetjum alla, bæði konur og karla, til að taka þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri leikfimi, kynnast öðrum foreldrum og íbúum í hverfinu og koma sér í gott form í leiðinni.

Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið: larasv@mr.is

Nánari upplýsingar um heilsuræktina má finna undir Heilsurækt foreldrafélagsins

Posted in Fréttir.