Nýjustu fréttir

Flott textílverkefni
Í textílmennt voru nemendur að læra að þæfa ull. Það var einnig ákveðin formhönnun í verkefninu og mikið frumkvæði. Kíkið á eftirfarandi myndir.

Heimsókn úr Fögrubrekku
Krakkarnir á leikskólanum Fögrubrekku kíktu í heimsókn í tónmenntatíma til 1. bekkjar í Digranesið. Heimsóknin er orðin fastur liður á hverri önn og gaman að fá skemmtilega krakka frá Fögrubrekku í heimsókn. Tónmenntahópurinn tók á móti krökkunum með trommuverki, Nafnahljómsveitinni, og […]

Hundraðdagahátíð í Álfhólsskóla
HUNDRAÐDAGAHÁTÍÐ var haldin hátíðleg hjá fyrsta bekk 31. janúar 2012. Nemendur voru því á þessum degi búin að vera hundrað daga í skólanum og því hátíðisdagur. Margt var gert til skemmtunar og fróðleiks s.s. perlað, búnir til hattar og fleira. Óskum við þeim […]

Morgunverðarboð 10. bekkinga í MK
Menntaskólinn í Kópavogi býður nemendum í 10. bekk Álfhólsskóla ásamt foreldrum þeirra í morgunverðarboð fimmtudaginn 9.febrúar kl. 8:00. Kynningarnar taka um klukkustund.
Ljóðskáld í Álfhólsskóla
Þrettán grunnskólabörn úr Kópavogi voru í dag verðlaunuð á ljóðahátíð í Salnum fyrir ljóð sem þau sendu inn í ljóðasamkeppni grunnskólanna í bænum. Þar á meðal var Ólafur Örn Ploder úr Álfhólsskóla. Hann var í einu af þremur efstu sætunum. Nemendur úr […]
Bóndadags samsöngur í Álfhólsskóla
Samsöngur á sal var haldin í tilefni af bóndadeginum. Nemendur og starfsfólk skólans klæddust þjóðlegum klæðnaði í takt við stemmninguna. Hér eru nokkrar myndir af viðburðinum.