Nýjustu fréttir
Grettissaga 5. bekkjar
Mánudaginn 1. október var leikrit sýnt á sal í Hjalla. Nemendur 5. bekkja í leiklistar- og tónlistarsmiðjum sýndu leikrit sem byggt er á Grettissögu, en þetta var fyrsta sýningin af sex í vetur. Landnámið er samvinnuverkefni list- og verkgreina fimmtu […]
Álfhólsskóli í 2 sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák
Sveit Álfhólsskóla lenti í 2 sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák sem lauk í Stokkhólmi í dag eftir 2-2 jafntefli gegn A sveit Svía. Álfhólsskóli náði frábærum árangri á mótinu. Liðið vann 4 viðureignir og gerði eitt jafntefli. Þrátt fyrir það […]
Álfhólsskóli á Norðurlandamóti
Í morgun hófu Íslandsmeistarasveit Álfhólsskóla í skák keppni á Norðurlandamóti barnaskólasveita en keppt er í Stokkhólmi. Sveit Álfhólsskóla skipa Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Róbert Leó Jónsson, Guðmundur Agnar Bragason og Oddur Þór Unnsteinsson. Í fyrstu umferð mæta strákarnir okkar sveit Finnlands. Hægt er að […]
Skákmenn Álfhólsskóla á Norðurlandamót
Þann 18. mars 2012 varð sveit Álfhólsskóla Íslandsmeistari barnaskólasveita í skák. Var það einstakur árangur og skólanum mikill sómi. Sveitina skipuðu fjórir ungir drengir; Dawid Kolka, Róbert Leó Jónsson, Felix Steinþórsson og Guðmundur Agnar Bragason. Með sigri sínum unnu þeir rétt […]
Skólakór Álfhólsskóla
Skólakór Álfhólsskóla hefur syngjandi sveiflu frá og með mánudeginum 3. september. Kórstjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri. Skólakór Álfhólsskóla æfir í 4 hópum; Stjörnukór, Álfakór, Krakkakór og stóra Kór. Þar eru sungin lög úr ýmsum þemum, frá ýmsum löndum, í ýmsum […]
Forskólahópar tónlistarnáms í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli er í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs með forskólahópa 1 og 2, en forskólinn/flautuhópar eru fyrstu skrefin í tónlistarnámi og undirbúningur fyrir að sækja um á sitt eigið hljóðfæri síðar hvort sem er í skólahljómsveit Kópavogs eða Tónlistarskólann í Kópavogi.