Ljóðstafur Jóns úr Vör
Ljóð Eyrún Didziokas sem hlaut viðurkenningu í grunnskólakeppninni 2018.
Eyrún er nemandi í 9. bekk Álfhólsskóla.
Söknuður til þín
Þú varst indæll maður,
með hrukkuna við munnvikið og hjartað ósvikið.
Dáður, metinn, elskaður.
Ég gat aldrei kvartað,
fyrr en þú varst frá mér tekinn
Ég minnist þín með bros á vör.
Ó, þau ævintýri sem við áttum saman.
Eins og þegar við fórum í veiðiför,
það var nú gaman.
Þú stóðst upp í bátnum, rogginn með þig.
Vatnið var stillt og veðrið gott.
Svo leistu á mig
og flaugst út í með þitt heimskulega glott.
Við hlógum svo mikið,
ég fékk illt í magann.
Þá hefurðu fengið hrukkuna við munnvikið,
þannig byrjaði nú sagan.
Nú stend ég hér ein,
í svörtum kjól með sigin brjóst.
Dauði þinn verður mitt banamein,
svo mikið er ljóst.