1. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnum matsteymis að hausti og situr fundi eftir því sem þörf krefur.
2. Í matsteymi skal ávallt sitja a.m.k. einn stjórnandi sem situr alla fundi teymisins.
3. Skólastjóri skipar verkefnastjóra teymisins sem stýrir matsvinnunni.
4. Skólastjóri skipar auk þess þrjá til sex fulltrúa í matsteymi til eins árs í senn og hefur heimild til að velja þá sem í því sitja. Æskilegt er að í matsteymi séu fulltrúar sem flestra starfssviða innan skólans, s.s.
a. Skólaliðar, húsvörður
b. Kennari í Hjalla, Digranesi
c. Kennarar úr nýbúadeild, sérkennslu, sérdeild
d. Dægradvöl, PEGASUS
5. Skólastjóri getur auk þess óskað eftir því að foreldri/foreldrarar og/eða nemandi/nemendur sitji í matsteymi og hefur heimild til að velja þá fulltrúa.
6. Öllum er heimilt að óska eftir því að taka þátt í matsteymi en það er skólastjóri sem ákveður endanlega hvaða aðilar eru valdir í matsteymi hverju sinni.
7. Við val á aðilum í matsteymi skal hafa í huga eftirfarandi:
a. Að þeir sem valdir eru til að sitja í matsteymi vilji vinna matsvinnuna.
b. Að hópurinn hafi „sameiginlega“ yfirsýn og að í hópnum sé víðtæk þekking, t.d. hvað varðar skólastarfið, gagnaúrvinnslu og skýrslugerð.
c. Að í hópnum séu aðilar sem virði hvern annan, treysti hver öðrum og beri hag skólans fyrir brjósti.
d. Að í hópnum séu aðilar sem sé treystandi fyrir viðkvæmum trúnaðarupplýsingum og gæti þagmælsku gagnvart þeim upplýsingum.
8. Þátttakendur í matssteymi þekkja hlutverk matsteymis og eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem fylgir því að starfa í teyminu.
9. Ef aðstæður breytast hjá þátttakanda í matsteymi og hann sér ekki fram á að geta sinnt verkefnum sínum sem skyldi ber honum að tilkynna það til skólastjóra eða verkefnastjóra og getur skólastjóri þá leyst hann frá störfum og valið annan í hans stað ef þörf er á.
10. Þátttakendur í matsteymi ber að kalla til viðeigandi sérfræðinga einstakra matsþátta þegar við á.
11. Matsteymi leggur einungis mat á þá þætti skólastarfsins sem samþykkt matsáætlun segir til um samkvæmt fyrirliggjandi og áreiðanlegum gögnum.
12. Matsteymi hefur ekki lokið störfum fyrr en matsskýrslu skólaársins hefur verið skilað til skólastjóra.