Matsferli

1. Miðað er við að skólastjóri skipi matsteymi í upphafi hvers skólaárs (ágúst til september).

2. Verkefnastjóri teymisins kallar teymið saman á fyrsta fund ekki síðar en 30. sept. Hann kynnir fyrir þátttakendum hlutverk þess og verkefni skólaársins samkvæmt matsáætlun og afhendir þátttakendum lög og reglugerðir um mat á skólastarfi ásamt þeim leiðbeiningargögnum sem teymið vinnur eftir ásamt skólanámskrá skólans. Matsáætlun er skoðuð með skólastjóra og gerðar breytingar á henni ef þörf er á. Matsþættir skólaársins eru endanlega ákveðnir í samráði við skólastjóra.

3. Matsteymi leggur fram eina til fimm matsspurningar fyrir hvern matsþátt sem allar þurfa að uppfylla eftirfarandi þrjú atriði:

• Spurningunni er hægt að svara.

• Spurningin er mikilvæg fyrir helstu hagsmunaaðila.

• Spurningin gefur mikilvægar upplýsingar.

4. Viðmið matsspurninga eru ákveðin af matshóp. Viðmið er sá árangur sem stefnt er að og einhugur er um að telst góður árangur. Matshópur ákveður hvaða gildi eða gæði eru fólgin í þessum viðmiðum, hvaða gögn eigi að nota og hvort þau eigi að vera töluleg eða huglæg. Oft gerist það við val á viðmiðum að það þurfi að umorða matsspurninguna, það er þá gert og viðmið skoðuð að nýju.

5. Farið er í gegnum endanlegar matsspurningar og ákveðið hvaða gögn svara hverri þeirra. Matshópur skiptir með sér verkum við gagnasöfnunina þannig að allir séu virkir og hæfileikar þeirra nýtist. Verkefnastjóri stýrir framkvæmd og gætir þess að öll verk séu unnin.

6. Gögn eru greind og túlkuð í samræmi við þær aðferðir sem notuð voru til að afla þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við viðmiðin og skoðaðar veikar og sterkar hliðar skólastarfsins. Sett í sjálfsmatsskýrslu.

7. Gera áætlun um það sem þarf að gera til að styrkja veiku hliðarnar og fá samþykki skólastjóra fyrir framkvæmd umbótaáætlunar. Sett í sjálfsmatsskýrslu.

8. Sjálfsmatsskýrsla ásamt umbótaáætlun er yfirlesin og samþykkt af matshópi og skólastjóra og sett á heimasíðu til kynningar.

Posted in Matsteymi.