Nýjustu fréttir

Göngum í skólann

Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann var formlega sett í morgun (8.september) í Fagralundi í Kópavogi af Ögmundi Jónassyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður skólanefndar Kópavogsbæjar, flutti ávarp við setninguna, sem og Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. 

Lesa meira
Á skákæfingu

Skákæfingar í Álfhólsskóla

Skákæfingar fyrir 1.-4. bekk verða á mánudögum í vetur fyrir alla áhugasama. 4. bekkur fær þó val um að vera annaðhvort á mánudögum (með yngri krökkum) eða með þeim eldri á þriðjudögum (Hjalla).  Fyrsta æfing vetrarins verður mánudaginn 13. september í […]

Lesa meira

Alþjóðadagur læsis 8. september.

Í ár taka Íslendingar í annað skiptið þátt í þessum alþjóðlega degi. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis.Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið og Akureyrarstofa starfa saman að undirbúningi læsisviðburða í ár. Hugmyndaheftið er hugsað […]

Lesa meira
Smári skákkennari

Skák í Álfhólsskóla

Skákæfingar fyrir 4.-10. bekk byrja þriðjudaginn 7. september. Æfingarnar verða frá kl. 15:15-17:15 í stofu 8 í Hjalla. Allir velkomnir, en nauðsynlegt er að kunna mannganginn. Æfingar fyrir 1.-3. bekk verða svo auglýstar fljótlega.Með kveðju, Smári Rafn Teitssonsmarit@kopavogur.is  Sími: 570 4150

Lesa meira
Brosandi í skólann

Fyrsti skóladagurinn í Álfhólsskóla

Álfhólsskóli var settur við mikið fjölmenni í íþróttahúsinu í Digranesi í dag.   Foreldrar, nemendur og starfsmenn skólans fögnuðu með skólastjórum Álfhólsskóla á þessum tímamótum nýja skólans.  Mikið undirbúningsstarf er búið að vinna og er einnig framundan tímar þar sem við öll […]

Lesa meira