Nýjustu fréttir
Jólaföndrið!
Allir að mæta á jólaföndrið þar sem við ætlum að búa til eitt og annað sniðugt til jólanna. Boðið verður uppá piparkökur, mandarínur, kakó og kaffi.
Síðasti sjéns
Nemendur munið að á miðvikudaginn er síðasti sjéns að skrá sig á upplestrarkeppnina!
Kennsla fellur niður
Fyrstu 2 tímarnir á föstudaginn falla niður vegna þjálfunar kennara.
7.EÓÓ á 365 miðlum
Í síðustu viku var 7. bekk EÓÓ boðið í heimsókn til 365 miðla við Skaftahlíð. Erna Hrönn, starfsmaður stöðvarinnar og útvarpskona, tók á móti hópnum og sagði frá sögu útvarps og sjónvarps frá upphafi til dagsins í dag. Nemendur fengu […]
Lesum meira – Staðan
Föstudaginn 22. nóvember kl. 8:30 fara fram lokaúrslit í spurningakeppninni Lesum meira milli 4. og 5. bekkja Álfhólsskóla. Keppt verður í hátíðarsal Álfhólsskóla (Hjalla) og eru foreldrar velkomnir. Keppnin tekur um klukkustund. Þeir bekkir sem keppa til úrslita eru 5. HHR eða […]
Hallveig Thorlacius í Álfhólsskóla
Bókin Martröð eftir Hallveigu Thorlacius var lesin fyrir 6.IR í haust og voru nemendur svo hrifnir af henni að þeir sendu höfundi þakkarbréf. Í kjölfarið bauðst höfundur til að koma í heimsókn og lesa uppúr nýútkomnu framhaldi bókarinnar sem heitir Augað. […]



