Nýjustu fréttir

Ársskýrslur
Markmið með útgáfu ársskýrslu Álfhólsskóla er að gera grein fyrir því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólanum og draga fram helstu áherslur í skólastarfinu á hverju skólaári. Auk þess að fjalla um daglegt starf og veita hagnýtar upplýsingar er lagt […]

Jólamatur og rauður dagur í Álfhólsskóla
Í dag var rauður dagur í Álfhólsskóla. Nemendur og annað starfsfólk klæddi sig upp í eitthvað rautt og einhverjir skörtuðu jólasveinahúfum. Í hádeginu bauð skólinn uppá jólamat fyrir alla. Í boði var hangikjöt, kjúklingalæri, purusteik, reyktur lax, grafinn lax, síld og […]

Heimsókn leikskólabarna til 1. bekkinga í Álfhólsskóla
Jólagleði ríkti er börn leikskólanna heimsóttu 1. bekkinga Álfhólsskóla þann 11. desember. Boðið var uppá kakó og piparkökur. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni.

Jól í Nýbúadeild
Nemendur og kennarar nýbúadeildar Álfhólsskóla héldu jólahátíð um daginn. Allir komu með jólapakka og fóru í leiki í tilefni aðventunnar. Jólabragur einkenndi hátíðina og allir höfðu gaman saman. Hér eru nokkrar myndir af hátíðinni.

Höfundarheimsókn í Álfhólsskóla
Í gær fengu nemendur í 5. og 6. bekk Álfhólsskóla rithöfund í heimsókn. Þetta var hann Hilmar Örn Óskarsson en hann er höfundur bókanna um hana Kamillu vindmyllu. Hann las úr nýrri bókinni sem heitir Kamilla vindmylla og leiðinni úr Esjunni. […]

Vinabekkjadagur í anda jólanna
Vinabekkjadagur haldinn í dag í Álfhólsskóla. Jólalög, jólatré, jólastjörnur og eiginlega allt jóla sem endaði með því að í skólanum varð til svolítil jólastemmning enda stutt til jólanna. Allir með bros á vör og sannarlega gaman að hittast og föndra saman. […]