Nýjustu fréttir

Innritun 6 ára barna skólaárið 2014 -2015
Innritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánudaginn 3. mars og þriðjudaginn 4. mars. Sjá heimasíðu Kópavogs og heimasíður skólanna. Auglýsing frá Kópavogsbæ. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja […]
Jákvæð samskipti – af hverju er það mikilvægt?
Fimmtudaginn 13. febrúar bíður FFÁ og Álfhólsskóli uppá foreldrafræðslu um samskipti í fjölskyldu en fyrirlesarinn Páll Ólafsson, félagsráðgjafi og sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, fjallar um það hvað einkennir góð samskipti foreldra og barna. Fundurinn verður í sal Hjalla og hefst […]

Tara Sóley kom, sá og sigraði
Tara Sóley Mobee frá félagsmiðstöðinni Pegasus kom, sá og sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs sem fram fór í Salnum 28.1.2014. Tara Sóley flutti frumsamið lag „ With you“. Elín Ylfa Viðarsdóttir lék undir á víólu. Níu söngatriði kepptu um þrjú efstu sætin. […]

Stúlkur í skáksveit Álfhólsskóla í öðru sæti
Skákliðið okkar náði í dag 2. sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki. Að auki Sonja María og Tara unnu fyrsta sæti á 2. og 3. borði: Í skáksveitinni okkar voru : Ásta Sóley Júlíusdóttir 4 vinningar af 7 Sonja María Friðriksdóttir 7 […]
Íslandsmeistari í dansi í Álfhólsskóla
Harpa Steingrímsdóttir og Kristinn Þór Sigurðsson báru sigur úr býtum á Reykjavíkurleikunum í dansi um síðustu helgi og lönduðu meðal annars Íslandsmeistaratitli sem tryggir þeim þátttökurétt á heimsmeistaramóti í Moskvu í mars. Kristinn Þór er nemandi í Álfhólsskóla. Hér er fréttin […]

Bóndadagur með þjóðlegu sniði
Bóndadagur í Álfhólsskóla var með þjóðlegu sniði í dag. Grjónagrautur, blóðmör, lifrapylsa og gamla góða lopapeysan góða. Til hamingju bændur til sjávar og sveita. Hér eru nokkrar myndir.