“ Það á að segja frá „- stýrihópur „Saman í sátt“

Stýrihópur „Saman í sátt“ var með fund fyrir nemendafulltrúana í „Saman í sátt“  Svokallaða SÍS fulltrúa. Alls voru þetta 52 nemendur úr 2.-10.bekk. Þeim var þakkað fyrir þetta starf í þágu skólans sem við teljum mjög mikilvægt! 
Elín talaði fyrst við þau þar sem hún ítrekaði hversu mikilvægir þessir fulltrúar eru og minnti á í því samhengi að fyrsta regla í „Saman í sátt“  er: 
„Það á að segja frá!!  Því við fullorðna fólkið sjáum ekki það sama og þau. Þau geta látið vita ef þau verða vör við vanlíðan, ljóta stríðni eða einelti sem annars gæti farið fram hjá fullorðna fólkinu.
Sigrún skólastjóri kom á þennan fund og ávarpaði hópinn. Hún þakkaði þeim líka vel fyrir þeirra störf og sagði jafnframt að samkvæmt spurningakönnunum kæmi Álfhólsskóli vel út varðandi spurningar um líðan og einelti. Við þurfum hins vegar að vera ávallt vakandi og stefna á að gera enn betur!!
Nemendafulltrúunum var boðið upp á súkkulaðiköku með rjóma og mjólk.
Að lokum söfnuðust nemendafulltrúarnir fyrir utan skólann þar sem teknar voru myndir af hópnum.
Posted in Eldri fréttir.