Nýjustu fréttir
Samkeppni um endurskinsmerki.
Foreldrafélag Álfhólsskóla í samstarfi við skólann hefur ákveðið að efna til samkeppni um setningu á endurskinsborða. Keppnin er tvískipt; yngra stig (1. – 4. bekkur) og eldra stig (5. – 10. bekkur) og má hver nemandi senda inn að hámarki 3 […]
Heilsudagar 2016
Heilsudagar í Álfhólsskóla gengu að venju mjög vel. 9. bekkur fór í Sporthúsið og prófaði bæði cross-fit og boot camp tíma. Vel var tekið á móti okkur og nemendur stóðu sig mjög vel. Síðan hlýddu nemendur á fyrirlestur um hefndarklám sem hefur […]
Álfhólsskóli í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita.
Íslandsmót barnaskólasveita fyrir fjórða til sjöunda bekk fór fram um helgina. Teflt var í Rimaskóla við góðar aðstæður. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Hörðuvallaskóla sem mættir voru til að verja Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra. Eftir fyrri keppnisdag var […]
Frábær árshátíð unglingastigs.
Árshátíð unglingastigs var haldin í gærkvöldi í Álfhólsskóla. Undirbúningur hennar hefur staðið í langan tíma. Skreytingar og öll umgjörð einkenndust af miklum metnaði af hálfu félagsmiðstöðvarinnar Pegasus og skreytingarhópsins. Þema að þessu sinni var Asía og tókst vel til eins og […]
Upplestrarkeppnin í Álfhólsskóla
Í morgun voru úrslit í Upplestrarkeppni 7. bekkja í Álfhólsskóla. Þar mættust 11 flottir fulltrúar bekkjanna. Fluttu þau texta og ljóð að eigin vali. Þeir sem voru valdir af dómnefnd til keppni fyrir skólans hönd voru þau Helga, Eyrún, Ástþór og […]
Páskabingó foreldrafélagsins 12. mars
Páskabingó verður haldið í sal Álfhólsskóla, Hjalla megin, laugardaginn 12. mars kl. 11-13. 10. bekkingar verða með kaffisölu sem lið í fjáröflun fyrir útskriftarferð í vor. Mætum og höfum gaman saman! Páskabingónefndin. Hér er aðalauglýsingin um viðburðinn 🙂