Fimmtudaginn 2. mars voru úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk skólans. Tíu nemendur kepptu í að flytja okkur texta og einnig sérvalið ljóð. Allir þáttakendur stóðu sig með miklum sóma og var það í höndum þriggja dómara að velja þá sem urðu hlutskarpastir. Þeir sem unnu að þessu sinni voru Amarachi Rós Huldudóttir og Sóley Erla Jónsdóttir sem verða fulltrúar okkar og etja kappi við aðra nemendur Kópavogs í Salnum. Til vara voru þær Freyja Van De Putte og Katla Víðisdóttir. Katrín Halldórsdóttir nemandi í 10. BB söng fyrir okkur lagið Love on the brain eftir söngkonuna Rihönnu en Katrín hafði unnið söngkeppni Pegasus. Frábær skemmtun og mikill metnaður hjá þessum nemendum okkar. Hér eru myndir af þátttakendum og því sem fram fór.