Nýjustu fréttir

Landnámshátíð 5. bekkja 2017
Þann 1.júní síðastliðinn var Landnámshátíð 5. bekkja Álfhólsskóla. Héldum við hefðbundinni dagskrá en hátíðin er uppskeruhátíð um Landnám Íslands. Dagurinn hófst á skrúðgöngu með viðkomu í Digranesi þar sem við dönsuðum sverðadansinn fyrir viðstadda. Haldið var áfram göngunni á Víghól […]

Viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf
Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 31. maí. Alls bárust 20 tilnefningar til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða […]
Grænfáni að húni í Álfhólsskóla
Í dag fékk Álfhólsskóli Grænfánann afhentan í annað sinn á jafnmörgum árum. Fulltrúi Landverndar kom í heimsókn og var fáninn dreginn að húni af nemendum okkar og grænfánateymi skólans. Virðuleg athöfn með örlítilli rigningu til að fríska andblæ okkar. Farið var […]

Útikennsla – Málun á striga
Myndmenntakennari og smíðakennari skólans fóru með nemendur sína í 7. bekk í Fossvogsdalinn. Markmið útikennslunnar var að fanga nánasta umhverfi á striga sem þau smíðuðu í Hönnun smíði. Nemendur höfðu frjálst val um nálgun myndefnis en þurftu að rissa upp grunnmynd og […]
Vinnum saman – Uppskeruhátíð
Í dag var uppskeruhátíð í skólanum er verkefninu Vinnum saman lauk. Í heildina tókst verkefnið með miklum ágætum. Verkefnið náði til nemenda miðstigs og blönduðust nemendur milli bekkja og árganga. Margvísleg nálgun nemenda um viðfangsefni allt frá því að vinna að eftirlíkingu á […]

Heimsókn í Fablab
Í gær heimsóttum við Fablab smiðjuna í Reykjavík. Í Fab Lab smiðjum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni; frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Kennarar, leiðbeinendur og nemendur eru þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn […]