Þriðjudaginn 6. febrúar sl. var nemendum og starfsfólki eldri sérdeildar fyrir einhverf börn í Álfhólsskóla boðið í heimsókn á Bessastaði.
Tekið var afskaplega vel á móti hópnum sem byrjaði á því að skrifa í gestabókina. Boðið var upp á kaffiveitingar og lagt á dúkað borð með silfurborðbúnaði og kokteilglösum.
Guðni Th. Jóhannesson forseti hélt stutta tölu og gaf sér svo góðan tíma til að spjalla við krakkana sem færðu honum fallegar gjafir.
Nemendur okkar voru til mikillar fyrirmyndar og fengu þau sérstakt hrós frá forsetanum og aðstoðarfólki hans fyrir fallega og góða framkomu.
Heimsókn á Bessastaði
Posted in Fréttir.