Nýjustu fréttir

Rithöfundaheimsókn
Bjarni Fritzson rithöfundur kom í heimsókn í Álfhólsskóla á dögunum og las upp úr nýju bókinni sinni, Orri óstöðvandi, fyrir miðstigið. Þetta vakti mikla lukku meðal nemenda og ábyggilega einhverjir sem koma til með að óska eftir bók í jólapakkann
Aðventufjör foreldrafélagsins
Hið árlega aðventufjör foreldrafélagsins verður laugardaginn 24. nóvember. Húsið opnar kl 11 og opið til kl 14. Skólakórinn mætir kl. 12. Skólahljómsveitin mætir kl. 13. Posi á staðnum og föndur og veitingar seldar á vægu verði – Allur ágóði rennur í […]

Dagur mannréttinda barna
Þann 20.nóvember síðastliðinn var alþjóðlegur dagur mannréttinda barna. Mannréttindi barna eru okkur í Álfhólsskóla vissulega hugleikinn og fannst okkur því brýnt að nýta tækifærið og fara í umræðu og vinnu með nemendum í tengslum við mannréttindi, barnasáttmála og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. […]
Jólatónleikar
Senn líður að jólum og kórarnir í Álfhólsskóla eru að undirbúa jólatónleika. Miðstigskórinn verður með tónleika í Hjallakirkju laugardaginn 8. desember kl. 12:00. Mánakór og Álfakór (1.-4.bekkur) verða með tónleika sama dag í Hjallakirkju kl.13:30. Allir eru velkomnir á tónleikana; mömmur, pabbar, ömmur, […]

TUFF Kópavogur
Kópavogsbær tekur þátt í verkefninu TUFF-Ísland. Verkefnið snýst um að virkja öll börn til þess að taka þátt í íþróttum eða tómstundum. Miðvikudaginn 21. nóvember, fengu allir nemendur Álfhólsskóla góða heimsókn sem var hluti af innleiðingu á verkefninu. Allir nemendur fá […]

Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk var sett á sal skólans í Hjalla á degi íslenskrar tungu 16. nóvember síðastliðinn. Sigurvegarar skólans frá því í fyrra lásu fyrir nemendur og Elísabet deildarstjóri sagði nokkur orð um mikilvægi lesturs og því að viðhalda íslenskri […]