Nýjustu fréttir

Gleðileg jól!
Jólafrí nemenda hefst á hádegi fimmtudaginn 20. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrám föstudaginn 4. janúar. Starfsfólk Álfhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Grýta bjargar jólunum
Nemendur í 10.bekk tóku sig til, með aðstoð Önnu Pálu íslenskukennara, og sömdu fallega kærleikssögu handa 1.bekk. Söguna lásu 10.bekkingar svo fyrir 1.bekkinga á kærleikskaffihúsinu og vörpuðu upp myndskreytingum upp á skjá á meðan lestrinum stóð. Áður en vinabekkirnir kvöddust gáfu […]

Jólamatur
Á föstudaginn síðasta var nemendum og starfsfólki boðið í sannkallaða jólaveislu í boði skólans. Það var ýmislegt góðgæti á boðstólum og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, m.a. var boðið upp á hangikjöt og laufabrauð, purusteik, hamborgarahrygg, kalkún, grafinn lax, […]

Kærleikskaffihús
Í síðustu viku var Kærleikskaffihús hjá okkur í Álfhólsskóla á sal skólans í Hjalla. Á kærleikskaffihúsi hittast vinabekkirnir, borða saman vöfflur með sultu og rjóma og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Jólatónlist ómar um salinn, vöfflulykt í loftinu og dásamlegur jólaandi […]

Starfamessa Álfhólsskóla
Foreldrafélag Álfhólsskóla stóð fyrir starfamessu Álfhólsskóla í annað sinn föstudaginn 7.desember síðastliðinn. Með þessu móti tekur foreldrafélagið virkan þátt í að efla náms- og starfsfræðslu við skólann og búa unglingana undir næstu skref á þeirra náms- og starfsferli. Nemendur í 8.-10.bekk […]

Jólastund með leikskólanemendum
Elstu nemendur leikskólanna komu í heimsókn í 1.bekk í morgun. Nemendur gæddu sér á piparkökum og heitu súkkulaði og áttu notalega jólastund saman.