Landnámshátíð

Landnámshátíðin var haldin hátíðleg á Víghól í gær. Nemendur í 5.bekk hafa verið að vinna að samþættum verkefnum um landnám íslands í samfélagsfræði, list- og verkgreinum. Landnámshátíðin er einskonar uppskeruhátíð eftir þá vinnu.

Dagurinn hófst á skrúðgöngu frá Hjalla með viðkomu í Digranesi. Haldið var áfram göngunni á Víghól og við tók vinna í hópum. Ýmislegt skemmtilegt var í boði s.s. grillað á eldstæði, byggð hús fyrir furðuverur náttúrunnar, sköpuð tónverk, leikir frá landnámsöld, samgöngur á hestum, skylmingar og fleira. Veðrið var dásamlegt sem gerði daginn og hátíðina enn ánægjulegri.

Posted in Fréttir.