Nýjustu fréttir
Bekkjarfulltrúar
Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. 5. grein laga Foreldrafélags Álfhólsskóla Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur. Bekkjarfulltrúar ásamt fulltrúum í skólaráði og stjórn mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Hlutverk bekkjarfulltrúa […]
Bekkjarfulltrúanámskeið
Bekkjarfulltrúanámskeið Foreldrafélag Álfhólsskóla hefur ákveðið að halda námskeið fyrir bekkjarfulltrúa miðvikudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00 til 22:00. Fyrirlesari er Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur. Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk bekkjarfulltrúa og hvernig hægt er að virkja foreldra betur til samstarfs og þátttöku […]
Dagsskrá
— Dagskrá Félagsmiðstöðvarinnar — — Pegasus —

Sigurvegarar í söngvakeppni ÍTK
Söngvakeppni ÍTK fór fram í Salnum Kópavogi 19. janúar síðastliðinn. Bergrós Halla Gunnarsóttir og Karel Candi voru sigurvegarar kvöldsins. Þau eru í 10. bekk Álfhólsskóla . Um er að ræða keppni milli félagsmiðstöðva í Kópavogi, sem haldin er árlega.

Þjóðlegur dagur í Álfhólsskóla
Í tilefni bóndadagsins var þjóðlegur dagur í Álfhólsskóla í dag. Mættu þeir sem gátu í lopapeysum og var yfirbragð skólans á þjóðlegum nótum. Við karlarnir fengum hlaðborð frá konunum og þökkum við þeim kærlega fyrir. Teknar voru myndir sem sýna stemmningu dagsins.

Tækifæri fyrir söngglaða miðstigsnemendur.
Hverjir vilja taka þátt í stofnun Kórs/sönghóps Álfhólsskóla á miðstigi (5. – 7. bekkur)? Stefnt verður á kóralandsmót á Selfossi 8. – 10. apríl og söng á vorskemmtun skólans. Æfing yrði einu sinni í viku en æfingadagur og tími verður ákveðinn […]