Nýjustu fréttir
Innritun 6 ára barna
Innritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánudaginn 5. mars og þriðjudaginn 6. mars. Sjá heimasíðu Kópavogs og heimasíður skólanna. Hér er auglýsing frá Kópavogsbæ um innritunina.
Læsi og lestrarhjól
Í Álfhólsskóla er mikil áhersla lögð á lestur og lesskilning hjá nemendum okkar. Lestrarhjólið er eitt af því sem hjálpar til að vinna með lestur og lesskilning. Lestrarhjólið á því að auka skilning kennara, nemenda og foreldra á því hvernig hægt […]
Öskudagur í Álfhólsskóla
Öskudagsgleði í Álfhólsskóla var haldin hátíðleg í dag 22.febrúar 2012. Mjög öflug dagskrá var skipulögð á ýmsu stigum skólans. Fáránleikar fóru fram á unglingastigi þar sem nemendur öttu kappi í limbó, bimbó, teygjubyssuskotfimi svo eitthvað sé nefnt. Á miðstiginu bar hæst leikurinn „raðaðu […]
Leikskólaheimsókn í Álfhólsskóla
Fyrsti bekkur Álfhólsskóla bauð leikskólunum í nágrenninu í samsöng föstudagsmorguninn 17. febrúar. Þar var sungið, dansað og leikið af list og haft gaman saman. Margir hittu vini sína og fyrrum félaga og kennara úr leikskólunum og alltaf jafn gleðilegt að hittast […]
Álfar í hættu hjá 3. bekk
Fimmtudaginn 9. febrúar síðastliðinn var fjórða leiksýning 3. bekkja í list- og verkgreinum. Leiklistarhópurinn flutti frumsamið leikrit í þjóðsagnastíl og tónlistarhópurinn flutti lifandi leikhljóð og tónlist við sýninguna auk þess að sýna dans í lokin. Leikritið fjallaði um álfastelpu sem lenti […]
Flott textílverkefni
Í textílmennt voru nemendur að læra að þæfa ull. Það var einnig ákveðin formhönnun í verkefninu og mikið frumkvæði. Kíkið á eftirfarandi myndir.