Nýjustu fréttir

Bangsadagur í Álfhólsskóla
Í tilefni að hinum árlega alþjóða bangsadegi mættu nemendur með bangsana sína í skólann og gæddu sér síðan á sparinesti í nestistímanum. Að þessu tilefni smelltum við nokkrum myndum af nemendum og böngsunum þeirra.

Þema í Álfhólsskóla – Kópavogur heimabærinn okkar
Við í Álfhólsskóla höfum verið að vinna að þemanu Kópavogur – heimabærinn minn í vikunni. Nemendum var skipt upp í hópa þar sem árgöngum var blandað saman innan stiga og unnið var að fjölbreyttum verkefnum. Unnið var með margvísleg verkefni tengd […]

7. SÓ í Náttúruskóla Vatnsmýrinnar
Nemendur 7. SÓ fóru og heimsóttu Náttúruskóla Vatnsmýrinnar í síðustu viku. Ýmislegt fróðlegt fengu krakkarnir að spreyta sig á þ.e. taka sýni, mæla o.fl. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

6. GK í Náttúruskóla Vatnsmýrar
Þann 9.október fórum við í 6. GK í Náttúruskólann í Vatnsmýrinni. Mjög skemmtileg og fróðleg sýning og nemendur fengu að gera ýmsar tilraunir. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Þátttökulisti Lesum meira á miðstigi
Búið er að velja lið í öllum bekkjum á miðstigi vegna spurningakeppninnar Lesum meira. Fimm nemendur eru í hverju liði en einungis þrír keppa hverju sinni. Hérna er listi fyrir þátttakendur.

Skólahlaup UMSK á Kópavogsvelli
Skólahlaup UMSK var haldið á Kópavogsvelli föstudaginn 5. okt. og hófst kl. 10:00. Allir krakkar í 4. -7. bekk í grunnskólum á UMSK svæðinu var heimil þátttaka. Veitt var viðurkenning fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum aldursflokki hjá stelpum og strákum. […]