Stoðþjónusta
Stoðþjónusta í Álfhólsskóla
Um Álfhólsskóla
Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í grónu hverfi í austurbæ Kópavogs og í göngufæri við Kópavogs- og Fossvogsdal. Í skólanum eru 665 nemendur og rétt um 130 starfsmenn. Skólinn starfar í tveimur húsum, í Digranesi (Álfhólsvegur 100) fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og í Hjalla (Álfhólsvegur 120) fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Skólinn hefur auk þess afnot af íþróttahúsinu Digranesi og þar hefur hluti af Dægradvöl skólans fyrir nemendur frá 1. – 4. bekk einnig verið til húsa. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru öflug sérkennsluver, námsver fyrir einhverfa nemendur og alþjóðanámsver. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.
Stoðþjónusta í Álfhólsskóla
Markmið Álfhólsskóla Markmið Álfhólsskóla er að skapa skólasamfélag þar sem nemendur, starfsmenn og foreldrar vinna saman í sátt.
Stefna Álfhólsskóla Álfhólsskóli er skóli þar sem allir njóta virðingar og ólíkir einstaklingar fá tækifæri.Álfhólsskóli er skóli án aðgreiningar sem leggur áherslu á vellíðan nemenda, skapandi starf og fjölbreytta kennsluhætti.Álfhólsskóli er skóli með sérfræðiþekkingu og getu til að mæta þörfum nemenda.
Lestur og lestrarfærni Verkefnið „Læsi“ sem er unnið í samvinnu við Skólavefinn og fleiri grunnskóla er farið af stað í 2.- 7. bekk. Búið er að skipta í lestrarhópa innan árganga á yngsta stigi, þar sem unnið er með víxllestur, sögur […]
Vikuna 18. – 22. október fóru Rúna Björk Þorsteinsdóttir, umsjónarkennari 10.RÞ og Sigríður Bjarnadóttir, umsjónarkennari 9.SB ásamt 6 nemendum úr 10. bekk til Thouars í Frakklandi. Heimsóknin var hluti af Comeniusarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt nemendum og kennurum úr […]