Tækjalaus dagur

Þann 11. janúar næstkomandi er tækjalaus dagur hjá okkur í Álfhólsskóla. Þá ætlum við öll, nemendur og starfsfólk, að hvíla snjalltækin (símana og spjaldtölvurnar) og tölvurnar á skólatíma auk þess sem leitast verður eftir því að spara rafmagn, slökkva ljósin og […]

Lesa meira

Gleðileg jól!

  Jólafrí nemenda hefst á hádegi fimmtudaginn 20. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrám föstudaginn 4. janúar. Starfsfólk Álfhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Lesa meira

Grýta bjargar jólunum

Nemendur í 10.bekk tóku sig til, með aðstoð Önnu Pálu íslenskukennara, og sömdu fallega kærleikssögu handa 1.bekk. Söguna lásu 10.bekkingar svo fyrir 1.bekkinga á kærleikskaffihúsinu og vörpuðu upp myndskreytingum upp á skjá á meðan lestrinum stóð. Áður en vinabekkirnir kvöddust gáfu […]

Lesa meira

Jólamatur

Á föstudaginn síðasta var nemendum og starfsfólki boðið í sannkallaða jólaveislu í boði skólans. Það var ýmislegt góðgæti á boðstólum og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, m.a. var boðið upp á hangikjöt og laufabrauð, purusteik, hamborgarahrygg, kalkún, grafinn lax, […]

Lesa meira

Kærleikskaffihús

Í síðustu viku var Kærleikskaffihús hjá okkur í Álfhólsskóla á sal skólans í Hjalla. Á kærleikskaffihúsi hittast vinabekkirnir, borða saman vöfflur með sultu og rjóma og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Jólatónlist ómar um salinn, vöfflulykt í loftinu og dásamlegur jólaandi […]

Lesa meira