Útskrift

Fimmtudaginn 6.júní útskrifuðust 63 nemendur í 10.bekk úr Álfhólsskóla við hátíðlega athöfn í sal skólans Hjallameginn. Athöfnin hófst á ræðu skólastjóra og afhendingu viðurkenninga til nemenda. Eyrún Didziokas og Helga Fanney Þorbjarnardóttir fluttu kveðju fyrir hönd nemenda. Við athöfnina flutti Viktoría Rós Antonsdóttir söngatriði og Ástþór Örn Sigurðsson lék á píanó.
 
Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:
Helga Fanney Þorbjarnardóttir fyrir félagsstörf frá foreldrafélaginu, Eyrún Didziokas fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku, dönsku, íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði og náttúrufræði, Natalía Sif Stockton fyrir leiklist, Alexandra Nótt Kristjánsdóttir fyrir myndlist, Heiðrún Erla Geirsdóttir fyrir tónlist, Ástþór Örn Sigurðsson fyrir hönnun og smíði, Valgeir Steinn Gunnarsson fyrir textílmennt, Jasmín Aityoussef Bellamine fyrir heimilisfræði, Reynir Örn Guðmundsson fyrir skólaíþróttir, Kolbrún Lena Rafnsdóttir fyrir skólaíþróttir, Andri Pétur Sveinsson fyrir seiglu og framfarir, Daníel Már Daðason fyrir seiglu og framfarir og Kristín Birta Bjarkadóttir fyrir seiglu og framfarir.
 
Við óskum öllum flottu nemendunum okkar í 10.bekk innilega til hamingju með áfangan!
Á facebooksíðu skólans má sjá fleiri myndir frá athöfninni.
Posted in Fréttir.