Barbro Westlund í Álfhólsskóla

Barbro Westlund kom í dag í Álfhólsskóla og hélt hér fyrirlestur um lesskilning og um kennslu í lesskilningi. Mæltist fyrirlestur hennar mjög vel fyrir og var góður rómur gerður af honum. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru af fyrirlestrinum.

Lesa meira

Leiksýning 3. bekkjar um Brúsaskegg

Síðastliðinn fimmtudag, 22. september, sýndi leiklistarhópurinn í þriðja bekk leikrit sem spunnið var upp úr þjóðsögunni um Brúsaskegg.Tónlistarhópurinn sá um leikhljóð við sýningu leikaranna og stóðu allir krakkarnir sig mjög vel. Þeir voru samhentir, stoltir og glaðir. Áhorfendur voru einnig mjög […]

Lesa meira
7bekkurasal

Sýning 7. bekkja á sal

Sýning 7. bekkja var á sal í dag.  Tókst hún með ágætum.  Meðal annars sýndu nemendur dans, spunaverk og tóku lagið. Hér eru myndir af sýningunni.

Lesa meira
graenlensk

Heimsókn frá Grænlandi

Í dag komu grænlenskir nemendur í heimsókn í Álfhólsskóla.  Þau munu verða hér dagana 19. – 29. september.  Hópurinn er frá Kulusuk, Kuummiut, Isordoq, Tinit, Sermiligaaq og Ittoqqortoormiit. Þau munu ganga í bekki og fylgjast með í skólanum svo og fara á sundnámskeið. Munum […]

Lesa meira
dagur laesis

Dagur læsis

Lesum meiraÍ dag á „Degi læsis“ hefst spurningakeppnin, Lesum meira, á miðstigi Álfhólsskóla. Mun hún standa frá september til nóvemberloka. Keppnin er ætluð öllum nemendum á miðstigi. Keppt er fyrst innan bekkja og síðan verður aðalkeppnin á milli bekkjaliðanna. Fyrirkomulag keppninnar er fengið frá skólasafni […]

Lesa meira