alfholsskolilogo

Merki Álfhólsskóla

alfholsskolilogoSíðastliðið haust var efnt til samkeppni um lógó Álfhólsskóla.  Leitað var til foreldra, nemenda, aðstandenda nemenda og starfsfólks um þátttöku. Úrskurðarnefnd var skipuð og valdi hún úr innsendum tillögum.  Sú tillaga sem bar sigur úr býtum var tillaga Guðna Ragnars Björnssonar sem er foreldri í skólanum.   Þökkum við honum kærlega fyrir lógóið en einnig öllum þeim sem tóku þátt. Lýsing á merki Álfhólsskóla er eftirfarandi:  Merkið myndar stafinn Á  – skóli beggja megin hólsins  – hóllinn er skólinn – yfir er sólin, börn að leik. Höfundur er Guðni Ragnar Björnsson.  

Posted in Fréttir.