
Frá fimleikaviku í Álfhólsskóla
Svipmyndir frá fimleikaviku í Álfhólsskóla þar sem 8. og 9. bekkingar sýndu listir sínar. Hér eru nokkrar velvaldar myndir af krökkunum.
Svipmyndir frá fimleikaviku í Álfhólsskóla þar sem 8. og 9. bekkingar sýndu listir sínar. Hér eru nokkrar velvaldar myndir af krökkunum.
Fótboltamót með liðum úr 9. og 10.bekkjum fór fram síðastliðinn fimmtudag. Frammistaða liðanna var mjög góð og boltatækni með ágætum. Nokkuð var skorað af mörkum eins og gengur í fótbolta. Hér eru svipmyndir af liðunum.
Nemendum á miðstigi hlotnaðist sá heiður að fá pizzuveislu í kjölfar góðrar frammistöðu á lestrarátakinu og keppninni, Lesum meira. Aldís heimilisfræðikennari bjó til ásamt nemendum sínum pizzur sem nemendur á miðstig fengu. Flott framtak hjá Ólöfu og Aldísi bæði hvað varðar […]
Saman í sátt dagurinn var haldinn í Álfhólsskóla síðasta miðvikudag. Eins og venja hefur verið þá hittust vinabekkirnir og unnu saman. Á dagskránni var söngur, jólaföndur og þægileg stund hjá okkur öllum. Dagurinn tókst með ágætum og voru nemendur sem aðrir […]
2. nóvember síðastliðinn sýndi 3. bekkur leiksýningu sem hópurinn vann með kennara upp úr þjóðsögunni um Selshaminn. Leiklistarhópurinn lék en tónmenntahópurinn sá um leikhljóðin ásamt því að flytja tónlist. Síðan dansaði tónmenntahópurinn; spilaði og söng í lokin.