
Tilnefning til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2013
Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun sem norrænu skólasöfnin hafa staðið að allt frá árinu 1985. Félag fagfólks á skólasöfnum stendur að tilnefningunni fyrir Íslands hönd en sú bók sem tilnefnd er að þessu sinni er bókin Játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur.