skakmyndkop

Skólaskákmót Kópavogs í Álfhólsskóla

Skólaskákmót Kópavogs fór fram föstudaginn 5. apríl og mánudaginn 8. apríl í Álfhólsskóla.  Svo mikill áhugi var á mótinu og fjölmenni það mikið að skipta varð keppendum upp í tvo hluta og hafa seinni hlutann á mánudag.  Rúmlega 220 keppendur tók þátt en keppt var í fjórum flokkum.  Skemmst er frá því að segja að nemendur Álfhólsskóla stóðu sig frábærlega í keppninni.
Í 1. – 2. bekk tóku 52 skákmenn þátt.  Þar hafði Róbert Luu frá Álfhólsskóla sigur í hópi pilta og vann allar sínar skákir,  Ingibert Snær Erlingsson varð í öðru sæti og þriðji varð Daníel Sveinsson.  Báðir eru þeir í Álfhólsskóla.

María Jónsdóttir, Salaskóla varð efst stúlkna, Freyja Birkisdóttir, Smáraskóla varð önnur og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Álfhólsskóla, þriðja.

Í 3. – 4. bekk tóku 88 skákmenn þátt.  Vignir Vatnar Stefánsson, Hörðuvallaskóla, vann þar sigur, Tinni Teitsson, Snælandsskóla varð í öðru sæti og Jón Þór Jóhannsson, Salaskóla þriðji.

Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Álfhólsskóla, varð efst í hópi stúlkna, Elísabet Alda Georgsdóttir, Álfhólsskóla varð önnur og Elín Edda Jóhannsdóttir, Salaskóla, þriðja.

Í 5 – 7. bekk tóku 60 skákmenn þátt í mótinu.  Dawid Pawel Kolka, Álfhólsskóla, sigraði með fullu húsi stiga.  Annar varð Bárður Örn Birkisson, Smáraskóla og þriðji Jason Andri Gíslason, Salaskóla. Dawid og Bárður Örn hafa tryggt sér keppnisrétt á Kjördæmismóti Reykjaness.
Guðrún Vala, Salaskóla varð efst stúlkna, Tinna Þrastardóttir, Salskóla, varð í öðru sæti og Móey María Sigþórsdóttir, Salaskóla, þriðja.

Í 8. – 10. bekk tóku 23 skákmenn þátt.  Jafnir og efstir urðu Róbert Leó Jónsson, Álfhólsskóla og Kristófer Orri Guðmundsson, Vatnsendaskóla.  Róbert hafði þó betur eftir stigaútreikningum.  Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Salaskóla, varð þriðja og efst stúlkna,  Ludvik Árni Guðmundsson, Vatnsendaskóla, náði þriðja sæti pilta,   Sonja María Friðriksdóttir, Álfhólsskóla varð önnur stúlkna og Erna Pétursdóttir, Vatnsendaskóla, varð þriðja. 

Róbert Leó og Kristófer Orri hafa unnið sér rétt til að tefla í á Kjördæmismóti Reykjaness.

Undirbúningur og skipulag keppninnar hvíldi mikið á Lenku Ptacnikova,  skákþjálfara Álfhólsskóla en einnig komu þeir Tómas Rasmus og Helgi Ólafsson að undirbúningnum.  Hér eru myndir sem Tómas Rasmus tók og fleiri myndir af mótinu.

Posted in Fréttir.