Skólinn áfram lokaður

Verkfall starfsmanna Eflingar stendur enn yfir. Samkvæmt heimasíðu Eflingar er næsti sáttarfundur við sveitarfélög er ekki áætlaður fyrr en mánudaginn 16.mars.

Því er ljóst að kennsla fellur niður föstudaginn 13.mars og mánudaginn 16.mars, í það minnsta. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt áfram lokuð.

Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst.

Efling is still on a strike and will not be meeting again with SÍS until monday. The strike will be ongoing tomorrow and on Monday so the school will remain closed until further notice.

Posted in Fréttir.