Ný heimasíða

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að setja upp nýja heimasíðu fyrir Álfhólsskóla. Við hönnun síðunnar var lögð áhersla á að hún væri einföld í uppbyggingu og væri snjalltækjavæn.
Á næstu vikum verður áfram unnið að uppfærslum á efni og breytingum á nýju síðunni.
Eldri síða var barn síns tíma og fyrir löngu kominn tími á uppfærslu. Það er því von okkar að þessi nýja síða efli upplýsingaflæði frá skólanum og einfaldi upplýsingaleit fyrir nemendur, foreldra og aðra þá sem eiga samskipti við skólann.
Við hönnun og uppsetningu heimasíðunnar naut skólinn aðstoðar Garðars Þórs Ingvarssonar þjónustufulltrúa hjá upplýsingatæknideild Kópavogsbæjar.

Posted in Fréttir.