Fótboltamót 8. bekkja í Kórnum

ahorfendur8bFótboltamót 8. bekkja fór fram í Íþróttahúsinu í Kórnum í dag.  Þetta fótboltamót átti að vera í vor en því var frestað.  Frammistaða okkar nemenda var með ágætum og áhangendur slógu trommur og hvöttu okkar menn.  Mikið var um góð tilþrif og var skorað grimmt.  Hákon Hermannsson hélt um stjórnartaumana og stóð sig með ágætum.  Læt ég eina mynd fylgja af áhangendum í móti þessu.

Posted in Fréttir.