Skólastarf Álfhólsskóla fer vel af stað. Nemendur skólans hafa verið fyrstu tvo dagana í hópeflistengdu starfi. Umsjónarkennarar hafa haft umsjón með þessum uppbrotsdögum og nemendum hefur gefist kostur á segja frá ýmsu sem á daga þeirra hefur drifið í sumar. Það hefur verið tekið í spil, farið í fjallgöngu, grillað, tekið þátt í leikjum, gönguferðir og fleira. Nýir nemendur hafa verið boðnir velkomnir og hafa þeir fengið góða leiðsögn um nýja skólann. Starfið fer því vel af stað og nemendur hafa notið þess að fá tækifæri til að kynnast hver öðrum í bekkjum og árgöngum.