dagurlaesis

Lestrarganga á degi læsis

dagurlaesisÁ degi læsis tóku allir nemendur unglingardeildar þátt í verkefninu Vinnum saman. Að þessu sinni sáu íslenskukennarar um að skipuleggja daginn. Farið var með rútum á Bókasafn Kópavogs þar sem við tók Lestrarganga. Nemendum var skipt í 32 hópa, jafnmarga og sögubrotin sem staðsett voru á ljósastaurum frá bókasafninu og að Aldamótalundi leikskólanna. Hver hópur fékk eina aðalsögu sem hann vann með en auk þess áttu hóparnir að leysa ýmis verkefni úr öllum sögunum. Nemendur þurftu að vera skapandi í úrlausnum sínum og máttu nota öll þau tæki og hjálpargögn sem þeim hugnaðist. Við vorum mjög heppin með veður og gangan var fróðleg og skemmtileg. Hér eru nokkrar myndir úr þessari skemmtilegu lestrargöngu.
Posted in Fréttir.