Heilsuræktin í íþróttahúsinu Digranesi

Heilsurækin hefst að nýju mánudaginn 4. janúar 2016. Verð aðeins 12.000 kr. fyrir vorönnina, janúar – maí. Einnig hægt að vera stakan mánuð. Skráning á staðnum.
Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:30 – 19:30 og laugardögum kl. 10:00 – 11:00.
Heilsuræktin er við allra hæfi. Þátttakendur stunda leikfimi sem er fjölbreytt og skemmtileg, undir stjórn Láru Sveinsdóttur, íþróttakennara.
Lögð er áhersla á þolfimi, palla, þrek- og teygjuæfingar.

Við hvetjum alla til að taka þátt, kynnast öðrum foreldrum og íbúum í hverfinu og koma sér í gott form í leiðinni.

Kveðja
Leikfiminefnd foreldrafélags Álfhólsskóla

Posted in Fréttir.