Lesum meira

Nemendur keppa í lestri

Lesum meiraKeppnin er þrískipt en nemendur fá spurningar almenns eðlis sem eru bæði hraðaspurningar og vísbendingaspurningar sem ekki er hægt að æfa sig sérstaklega fyrir. Einnig lista yfir valdar bækur sem eiga það allar semeiginlegt að vera eftir íslenska barna- og unglingahöfunda. Keppnin er unnin af Siggerði Ólöfu Sigurðardóttur forstöðumanni skólasafns Álfhólsskóla en eftir fyrirmynd frá Fanneyju Pétursdóttur á skólasafni Grindavíkur en verndarar keppninnar eru dr. Sigrún Klara Hannesdóttir og Guðlaug Snorradóttir sérkennari. Annars vegar keppa nemendur 4. og 5. bekkja og hins vegar nemendur 6. og 7. bekkja sín á milli. Báðir aldurshópar keppa um farandbikar sem bekkurinn varðveitir eitt ár í senn eða fram að næstu keppni. Þetta árið unnu nemendur 6.HHR keppnina í eldri aldurshópnum en 4. IE í þeim yngri. Keppnin hefur verið skemmtileg og spennandi. Eitt af markmiðum hennar er að vekja áhuga barna á lestri, lesa meira og kynna þeim nokkra þekkta íslenska og erlenda höfunda barna- og unglingabóka frá ýmsum tímum. Álfhólsskóli þakkar góðan stuðning við keppnina og samstarfið við Hljóðbókasafn Íslands sem hefur boðið upp á hljóðlestur á þeim bókum sem tilgreindar eru sérstaklega í keppninni sem og Bókasafni Kópavogs en skólinn hvetur alla nemendur til að sækja sumarlestur sem safnið hefur boðið upp á undanfarin ár. Einnig hefur skólinn þegið styrki frá tveim félögum í Kópavogi, bæði soroptimistum sem og kiwanismönnum í Eldey. Hér fylgja nokkrar svipmyndir úr keppninni. Kveðja Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skólasafni Álfhólsskóla (Hjalla) Kópavogi

Posted in Fréttir.