
Í pallborði sátu einnig Elías Arnar Hjálmarsson nemi í Borgarholtsskóla og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Málþingið var hvergi nærri tæmandi fyrir svo stórt málefni, en var fræðandi og skemmtilegt og gerður góður rómur að innihaldi þess og skipulagi. Greinilegt var að þátttakendur voru sammála um mikilvægi list- og verkgreina og eflingu þeirra í menntakerfinu og er málþingið tekið sem fyrsta skref í áframhaldandi vinnu.
Ýmis sýnishorn frá nemendum voru á málþingi. Hér má sjá nokkur dæmi; myndir af fingrabrúðum frá textílvinnu grunnskólanemenda, óskahylkjum framtíðar frá smíði og hönnun og auk þess kom kammersveit frá Skólahljómsveit Kópavogs og skemmti gestum. Nokkrar myndir af þessu ágæta málþingi.
Lesa meira: