Skapandi tónlistarmiðlun í 6. bekk Álfhólsskóla

Nemendur í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands hafa unnið með 6. bekkingum Álfhólsskóla í tvo daga.  Komu þau fyrst í heimsókn í síðustu viku og fengu að vita hvaða lög krakkarnir hafa verið að hlusta á og fóru með það í farteskinu að undirbúa þessa vinnu. Unnið var með tónlistarsköpun og tónlistarflutning. Þau börn sem eru í hljóðfæranámi komu með hljóðfæri með sér en einnig voru notuð alls kyns ásláttarhljóðfæri, söngur og fleira. Unnið var fram að hádegi, finntudag og föstudag en klukkan 12.40 var afraksturinn sýndur í sal skólans og og mættu nokkrir foreldrar barna í árganginum.  Þetta var frábært tækifæri sem krakkarnir fengum og sýningin var glæsileg. Hér eru myndir og myndbönd af deginum.
Posted in Eldri fréttir.