forsida

Fagfólk á skólasöfnum í Álfhólsskóla

forsidaFélag fagfólks á skólasöfnum hélt fagfund 26. febrúar í sal Álfhólsskóla (Hjalla) á sviði skólasafnsmála.   Flutt voru nokkur erindi um starfsemi skólasafna og leiðir til að hvetja til lesturs.

Dagskrá fundarins var á þessa leið:

1.      Farið yfir helstu niðurstöður úr könnun sem félagið vinnur um stöðu  og starfsemi skólasafnanna m.a. með tilliti til fagmenntunar á skólasafni, aðgengi nemenda að skólasafni og hvernig skólasöfnin er búin gögnum og búnaði.  (Kynnt af Siggerði Ólöfu og Völu Nönn FFÁS).


2.      Hvað er upplýsingaver, og hvernig starfar það? (Kynnt af Fríðu og Margréti í Breiðholtsskóla).

3.      Drekaklúbbur, jólasveinaklúbbur og rithöfundaklúbbur!. (Kynnt af Vigni Ljósálfi í Lauganesskóla).

4.      Fjölbreyttar leiðir til að styðja og hvetja nemendur til aukins lesturs og bætt læsis. (Kynnt af Jökli fyrir hönd Skólavefsins).

5.      Skólasafnamiðstöð hlutverk og gagnakaup.  (Kynnt af Margréti frá Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur).

6.      Gagn og gaman – þrjár leiðir sem virka
            Hvernig hægt er að auðvelda bókaval fyrir nemendur.
            Litlir rithöfundar á bókasafni.
            Rafbók á pöddu.  (Kynnt af Ragnhildi í Fossvogsskóla)

7.      Skólasafnavefurinn.  (Kynnt af Rósu í Kelduskóla – Korpu).

Mæting var með besta móti og virtustu fundargestir mjög sáttir við öll erindin.  Einnig voru fundargestir á einu máli um mikilvægi þess að hittast á svona fundum til að auka umræðu um, stefnumótun og skólamenningu, í takti við nýja aðalnámskrá og ræða leiðir til breyttra kennsluhátta.  Sem eru til samræmis við upplýsingatækni, vinnulag og þarfir nemenda 21. aldarinnar.

Fyrir hönd stjórnar Félags fagfólks á skólasöfnum
Siggerður Ólöf Sigurðardóttir

 
Posted in Eldri fréttir.