
Í dag var klikkaður hárdagur á miðstigi í Álfhólsskóla. Nemendur 5. – 7. bekkja komu með sitt fínasta eða fríkaðasta hárskraut eða hárprýði í skólann. Reyndu flestir að gera eitthvað en aðrir voru ekkert að gera mikið nema að hafa gaman og eiga smá tilbreytingu svona fyrir vetrarfríið sem byrjar á morgun.

