Keppni í Skólahreysti

Miðvikudaginn 13. mars s.l. var keppt í skólahreysti. Álfhólsskóli endaði í 5. sæti af 14 skólum í okkar riðli með 54 stig sem er flottur árangur og annar besti árangur Kópavogsskólanna í ár. Keppendur voru, Þórhildur Braga Þórðardóttir, Már Jóhannsson, Alexander Bjarnason, Helga Karitas Runólfsdóttir og Azra Cosic. Þau stóðu sig eins og áður sagði frábærlega í þessari mjög svo krefjandi keppni.  Einungis Þórhildur er úr 10. bekk en hin úr 8. og  9. bekk og ættu því að geta komið enn sterkari til leiks að ári.
Posted in Fréttir.