tonlistard3bekkur

Skapandi tónlistarmiðlun í 3. bekk

tonlistard3bekkurFimmtudaginn 14. mars komu nemendur í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands að heimsækja 3. bekk. Unnið var með tónlistarsköpun og tónlistarflutning. Þau börn sem eru í hljóðfæranámi komu með hljóðfæri með sér en einnig voru notuð alls kyns ásláttarhljóðfæri, söngur og fleira. Unnið var fram að hádegi en klukkan 12.30 var afraksturinn sýndur í sal skólans og og mættu foreldrar barna í árganginum.  Þetta var frábært tækifæri sem við fengum og sýningin var glæsileg. Hér eru myndir af deginum.
Posted in Fréttir.