Siðareglur matsteymis Álfhólsskóla
Fagmennska
-
Þátttakendur í matsteymi Álfhólsskóla starfa samkvæmt siðareglum teymisins.
-
Þátttakendur í matssteymi skulu kynna sér gildandi lög og reglur er varða mat á skólastarfi og þau leiðbeiningarrit sem eru til grundvallar vinnu teymisins.
-
Þátttakendur í matsteymi vinna samkvæmt fyrirliggjandi gögnum en ekki eigin tilfinningum og skoðunum.
-
Þátttakendur í matsteymi sýna hver öðrum virðingu og stunda fagleg og heiðarleg vinnubrögð.
Hagsmunaárekstrar (vanhæfi)
- Þátttakanda í matsteymi ber skylda til að upplýsa matsteymi um vanhæfi sitt ef hann á einhvern hátt tengist verkefni/verkefnum á þann hátt að óhlutdrægni hans verði dregið í efa og fela skólastjóra að skipa staðgengil sinn.
Trúnaður
- Þátttakendur í matsteymi virða algjöran trúnað gagnvart þeim upplýsingum sem þeir meðhöndla nema skólastjóri Álfhólsskóla hafi heimilað annað.
- Niðurstöður matsteymis eru trúnaðarmál þar til matsskýrsla hefur verið birt á heimasíðu Álfhólsskóla.
Ávinningur af mati
- Þátttakendur í matsteymi nýti sér ekki á nokkurn hátt (s.s. persónulegan, fjárhagslegan eða faglegan) niðurstöður matsvinnunnar í eigin þágu.
Þessar siðareglur voru samþykktar af matshóp 23. maí 2011