Um skólann

Álfhólsskóli var stofnaður vorið 2010. Stefna skólans er mótuð af skólastjórnendum. Grundvöllur stefnunnar eru niðurstöður stefnumótunarvinnu starfsmanna, foreldra og nemenda á vordögum 2012 og gögn frá skólastarfi í Digranes- og Hjallaskóla. Stefna skólans er sett fram í handbókum skólans og á heimasíðu.
Nemendur í 1. – 4. bekk eru staðsettir í húsi fyrrum Digranesskóla, hér eftir nefndur Digranes og nemendur í 5. – 10. bekkur í húsi fyrrum Hjallaskóla, hér eftir nefndur Hjalli. Starfsmenn skólans er rúmlega 130 í hinum ýmsu störfum. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa nemendur og öflug sérkennslu- og nýbúadeild.
Nemendur, starfsfólk og velunnarar Álfhólsskóla eru boðnir velkomnir í skólann á nýju skólaári. Á hverju ári gefst tækifæri til að byrja upp á nýtt, þ.e. setja sér ný markmið í námi og skólastarfinu. Þetta á við um alla þá sem að skólastarfinu koma. Stjórn Álfhólsskóla hvetur ykkur til að nýta alla þá möguleika sem bjóðast til að ná hámarksárangri ásamt því að hver og einn er hvattur til að taka sem mestan þátt í skólastarfinu í samvinnu við alla þá aðila sem að því koma.

Skólahandbók er alhliða hjálpartæki fyrir þá sem tengjast skólastarfi Álfhólsskóla. Í henni er að finna upplýsingar um helstu þætti skólastarfsins, skóladagatal, skólareglur og ýmislegt fleira.

Um leið og bestu óskir eru sendar um ánægjulegt skólaár eru nemendur og forráðamenn þeirra hvattir til að leita sér upplýsinga í skólanum ef upp koma spurningar um einhverja þætti skólastarfsins. Þeir eru einnig hvattir til að kynna sér efni Skólahandbókarinnar saman svo að hún nýtist sem best í starfi komandi vetrar.

Posted in Umskolann.