Nýjustu fréttir
Reiðhjólahjálmar frá Kiwanisklúbbnum Eldey
Í dag komu félagar úr Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi og færðu öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma. Allir voru glaðir og spenntir og þakkar skólinn fyrir þessa góðu gjöf. Hér eru myndir af ánægðum krökkum með nýja hjálma í pökkum.
Sveitaferð 1. bekkja að Bjarteyjarsandi
Í dag fóru 1. bekkingar í sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér mjög vel. Hér eru myndir úr ferðinni.
Nám til framtíðar
Kynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og […]
Stefnumótunardagur í Álfhólsskóla
Laugardaginn 4. maí verður haldinn stefnumótunarfundur með þátttöku starfsfólks, nemenda og foreldra/forráðamanna barna í Álfhólsskóla. Fundurinn verður haldinn í sal Hjalla. Starfsmenn, nemendur 6. – 10. bekkja og foreldrar/forráðamenn barna í Álfhólsskóla eru boðnir velkomnir á þennan fjórða stefnumótunarfund Álfhólsskóla. Vakin […]
Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni
Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni fyrir grunnskólanemendur verður haldið sunnudaginn 28. apríl nk. í Álfhólsskóla (Hjallamegin). Keppt er í fjórum flokkum: Kl. 11.00- 13.30 5 umferðir og 2×5 mín umhugsunartími 1. flokkur 1.-2. bekkur 2. flokkur 3.-4. bekkur Kl. 14.00 – 17.00 […]
Landsmót Barnakóra
Landsmót Barnakóra á vegum TKÍ 2013 verður haldið í Kópavogi, Kársnesskóla. Þangað mæta nokkrir galvaskir söngvarar úr skólakór Álfhólsskóla.Hér er dagskrá mótsins.Kv. Þórdís.